Námskeið um Eddu, jólasýningu Þjóðleikhússins
Fróðlegt og spennandi námskeið í samstarfi við Endurmenntun HÍ í tengslum við uppfærslu Þjóðleikhússins á Eddu, jólasýningu leikhússins, í leikstjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar.
Á námskeiðinu fjallar Gísli Sigurðsson, rannsóknarprófessor á Árnastofnun, um goðakvæðin í Eddu, með áherslu á Völuspá og Gylfaginningu Snorra Eddu. Þátttakendur koma í heimsókn á æfingu í Þjóðleikhúsinu og ræða við leikstjóra sýningarinnar, og sjá loks sýninguna fullbúna á forsýningu. Miði á forsýningu er innifalinn í námskeiðsgjaldi.
UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING