12. Nóv. 2018

Moving Mountains sýnd 14. nóvember

Aðeins ein sýning á Stóra sviðinu – íslensk danssýning sem sló í gegn í Þýskalandi

Moving Mountains verður sýnt einu sinni á Stóra sviðinu miðvikudagskvöldið 14. nóvember. Verkið er eftir Katrínu Gunnarsdóttur, Kristin Guðmundsson, Sigurð Arent Jónsson, Sögu Sigurðardóttur og Védísi Kjartansdóttur.

Íslenski sviðslistahópurinn Marble Crowd flytur fjöll með leikgleðina að vopni í þessu sjónræna sviðsverki sem var frumsýnt vorið 2017 á aðalsviði Kampnagel leikhússins í Hamborg. Verkið er nú í fyrsta sinn sýnt á Íslandi. Moving Mountains in Three Essays hefur hlotið frábærar viðtökur gagnrýnenda og áhorfenda og var tilnefnt til gagnrýnendaverðlauna tímaritsins Tanz sem sýning ársins, en jafnframt var Marble Crowd valinn sem ein af rísandi stjörnum sviðslista í Þýskalandi.

Fimm höfundar segja söguna af því að flytja fjöll. Óvæntur atburður flækist fyrir þeim. Að flytja fjöll er að reyna hið ómögulega. Í röð tilrauna leitast Marble Crowd við að flytja fjöll með hreyfingum, sögum og sjónarspili. En hvað er fjall? Er það heilagur staður eða bara stórt steinasafn?

Moving Mountains er á dagskrá alþjóðlegu sviðslistahátíðarinnar í Reykjavík, Everybody’s Spectacular.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími