12. Nóv. 2018

Umræður eftir 6. sýningu á Samþykki

Boðið verður upp á umræður eftir sýningu á föstudagskvöldið

Boðið verður upp á umræður með þátttöku listamanna eftir 6. sýningu á Samþykki,  næstkomandi föstudagskvöld, 16. nóvember. Umræður fara fram á Stóra sviðinu og taka um 20 mínútur.

Verkið hefur vakið sterk viðbrögð en það var frumsýnt hjá Breska þjóðleikhúsinu árið 2017, og í kjölfarið flutt á West End.

Samþykki er spennuþrungið nýtt leikrit um völundarhús sannleikans, fullt af nístandi húmor, kraftmikið verk um sambönd, traust, ástarþrá og svik.

Leikstjóri sýningarinnar er Kristín Jóhannesdóttir, en nýjasta leikstjórnarverkefni hennar við Þjóðleikhúsið er Faðirinn, sem naut einstakra vinsælda leikhúsgesta.

Sjá nánar um sýninguna hér.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími