12. Nóv. 2018

Frumsýning á Insomnia

Leikhópurinn Stertabenda frumsýnir í Kassanum á miðvikudagskvöldið

Grímuverðlaunahópurinn Stertabenda skoðar áhrifin sem vinsælustu gamanþættir okkar tíma hafa haft á sjálfsmynd kynslóða í hárbeittri og bráðfyndinni sýningu sem frumsýnd verður annað kvöld, Insomnia .

Hvernig væri heimurinn ef lögmál Friends væru allsráðandi?
Hvort sem þú ert með Ross eða Rachel í liði, hvort sem þú ert meiri Phoebe eða Chandler, hvort sem þú elskar eða hatar Friends er þetta verk sem á erindi við þig.

Leikhópurinn Stertabenda sýnir í samstarfi við Þjóðleikhúsið.

Leikarar eru Bjarni Snæbjörnsson, María Heba Þorkelsdóttir, Tinna Sverrisdóttir, Þorleifur Einarsson, Sigríður Eir Zophoníasardóttir og Vala Höskuldsdóttir. Höfundar eru Amalie Olesen og leikhópurinn Stertabenda. Leikstjóri er
Gréta Kristín Ómarsdóttir. Sjá nánar um sýninguna hér .

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími