31. Maí. 2022

Margrét Sigurðardóttir búningameistari jarðsungin

Margrét Sigurðardóttir, sem starfaði sem forstöðumaður búningadeildar Þjóðleikhússins í 18 ár, verður jarðsungin á morgun, miðvikudaginn 1. júní frá Fossvogskapellu kl 13.
Þjóðleikhúsið sendir fjölskyldu og vinum Margrétar innilegar samúðarkveðjur og þakkar henni samfylgdina í gegnum tíðina.

 

Margrét Sigurðardóttir var forstöðumaður búningadeildar Þjóðleikhússins frá árinu 1993 til ársins 2011. Hún gerði hér einnig búninga fyrir nokkrar sýningar, ýmist ein eða í samstarfi við aðra, meðal annars Brúðuheimili, Glanna glæp í Latabæ, Landkrabbann, Rauða spjaldið, Pabbastrák, Græna landið, Vegurinn brennur og Böndin á milli okkar.

Margrét lauk námi í klæðskeraiðn og fatahönnun í Noregi árið 1979. Hún starfaði sem fatahönnuður hjá Karnabæ í 10 ár áður en hún kom til starfa við Þjóðleikhúsið.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími