31. Maí. 2022

Athyglisverðustu áhugaleiksýningar ársins eru tvær

Þjóðleikhúsið hefur staðið fyrir vali á athyglisverðustu áhugaleiksýningu leikársins í hartnær 30 ár, eða 27 sinnum, eins og sjá má á yfirliti hér að neðan. Þar sem valið féll niður síðustu tvö ár í röð vegna Covid-faraldursins var ákveðið að velja tvær leiksýningar að þessu sinni. Sýningarnar sum urðu fyrir valinu eru Fyrsti kossinn frá Leikfélagi Keflavíkur og Pétur Pan frá Leikflokki Húnaþings vestra. Sýningarnar verða báðar sýndar í Þjóðleikhúsinu í júní.

Til heiðurs Rúnari Júlíussyni

Fyrsti kossinn er eftir Brynju Ýr Júlíusdóttur og Guðlaug Ómar Guðmundsson í leikstjórn Karls Ágústs Úlfssonar frá verður sýnd í Kassanum í Þjóðleikhúsinu 9. og 10.júní. Sýningin var sett upp haustið 2021 hjá Leikfélagi Keflavíkur til heiðurs Rúnari Júlíussyni og sló þar sýningamet. Höfundar eru þau Brynja Ýr Júlíusdóttir og Guðlaugur Ómar Guðmundsson. Karl Ágúst Úlfsson leikstýrir og Brynhildur Karlsdóttir danshöfundur. Sýningin fjallar um líf og ástir meðlima hljómsveitarinnar Grip sem eru að æfa sig fyrir stærstu hljómsveitarkeppni landsins, Hljómaflæði. Tónlist sýningarinnar er öll úr katalóg Rúnars Júlíussonar.
Lifandi tónlist, söngur og dans einkenna sýninguna.

Kaupa miða á Fyrsta kossinn

Eitt mesta ævintýri sem nokkru sinni hefur verið leikið á sviði

Pétur Pan er eftir J. M. Barry í leikstjórn Gretu Clough. Boðið verður upp á tvær sýningar á í Kassanum 12. júní. Þegar leiðtogi týndu barnanna, Pétur Pan, týnir skugga sínum í heimsókn til Lundúna, hjálpar hin ákveðna Vanda honum að festa skuggan aftur við sig. Í staðinn er henni boðið til Hvergilands.

Árið 1904 frumsýndi JM Barrie eitt mesta ævintýri sem nokkru sinni hefur verið leikið á sviði. Uppfullt af hafmeyjum, sjóræningjum og álfum, ættbálki týndra barna og krókódílum, stútfullt af töfrum og tiltækjum. Pétur Pan er fyndin og áhrifamikil sviðsetning á sögu sem er elskuð og dáð. Verkið hentar áhorfendum á öllum aldri.

Við fylgjumst með ævintýrum Péturs Pans og uppátækjasömu álfavinkonu hans, Skellibjöllu, þegar þau heimsækja börn í Lundúnum kvöld eitt, eftir að skyggja tekur. Með hjálp örlítils álfaryks hefja þau töfrandi ferð meðal stjarnanna sem ekkert þeirra mun nokkurn tíma gleyma. Allt frá tifandi krókódílum til grimma stríðsmanna, brjálaðra sjóræningja og sjálfs illmennisins Króks kafteins, þetta skemmtilega og sígilda ævintýri mun gleðja alla aldurshópa. Pétur Pan er fullkomin sýning fyrir barnið eilífa í okkur öllum!

Kaupa miða á Pétur Pan

 

Áhugasýning árins frá upphafi

Athyglisverðasta áhugaleiksýning ársin ssýnd í Þjóðleikhúsinu

 

 1. 1993-1994

Leikfélag Hornafjarðar

Djöflaeyjan eftir Einar Kárason

Leikstjórn: Guðjón Sigvaldason

 

 1. 1994-1995

Freyvangsleikhúsið (Eyjafirði)

Kvennaskólaævintýrið eftir Böðvar Guðmundsson

Leikstjórn: Helga E. Jónsdóttir

 

 1. 1995-1996

Leikfélag Sauðárkróks

Sumarið fyrir stríð eftir Jón Ormar Ormsson

Leikstjórn: Edda V. Guðmundsdóttir

 

 1. 1996-1997

Leikfélag Selfoss

Smáborgarabrúðkaup eftir Bertolt Brecht

Leikstjórn: Viðar Eggertsson

 

 1. 1997-1998

Freyvangsleikhúsið (Eyjafirði)

Velkomin í Villta vestrið eftir Ingibjörgu Hjartardóttur

Leikstjórn: Helga E. Jónsdóttir

 

 1. 1998-1999

Leikfélag Keflavíkur

Stæltu stóðhestarnir eftir Stephen Sinclair og Anthony McCarten

Leikstjórn: Andrés Sigurvinsson

 

 1. 1999-2000

Ungmennafélagið Efling, Leiklistarhópur (Reykjadal)

Síldin kemur og síldin fer eftir Iðunni og Kristínu Steinsdætur

Leikstjórn: Arnór Benónýsson

 

 1. 2000-2001

Stúdentaleikhúsið (Reykjavík)

Ungir menn á uppleið eftir Sigríði Láru Sigurjónsdóttur

Leikstjórn: Bergur Þór Ingólfsson

 

 1. 2001-2002

Leikfélag Kópavogs

Grimmsævintýri í leikgerð leikstjóra og leikhóps

Leikstjórn: Ágústa Skúladóttir

 

 1. 2002-2003

Litli leikklúbburinn og Tónlistarskóli Ísafjarðar

Söngvaseiður eftir Rodgers og Hammerstein

Leikstjórn: Þórhildur Þorleifsdóttir

 

 1. 2003-2004

Ungmennafélagið Efling, leikdeild (Reykjadal)

Landsmótið eftir Jóhannes Sigurjónsson og Hörð Þór Benónýsson

Leikstjórn: Arnór Benónýsson

 

 1. 2004-2005

Stúdentaleikhúsið

Þú veist hvernig þetta er eftir hópinn og leikstjórann

Leikstjórn: Jón Páll Eyjólfsson

 

 1. 2005-2006

Leikfélag Selfoss

Þuríður og Kambsránið eftir Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson.

Leikstjórn: Jón Stefán Kristjánsson.

 

 1. 2006-2007

Leikfélag Fljótsdalshéraðs

Listin að lifa eftir Sigríði Láru Sigurjónsdóttur.

Leikstjórn: Oddur Bjarni Þorkelsson.

 

 1. 2007-2008

Halaleikhópurinn

Gaukshreiðrið eftir Dale Wasserman / Ken Kesey

Leikstjórn: Guðjón Sigvaldason

 

 1. 2008-2009

Freyvangsleikhúsið

Vínland eftir Helga Þórsson

Leikstjórn: Ólafur Jens Sigurðsson

 

 1. 2009-2010

Hugleikur

Rokk. Höfundar: Ásta Gísladóttir, Júlía Hannam, Sigurður H. Pálsson og Þórarinn Stefánsson

Leikstjórn: Hulda B. Hákonardóttir og Þorgeir Tryggvason

 

 1. 2010-2011

Freyvangsleikhúsið

Góði dátinn Svejk, leikgerð Colin Teevan eftir sögu Jaroslav Hasek

Leikstjórn: Þór Tulinius

 

 1. 2011-2012

Leikfélag Kópavogs

Hringurinn eftir Hrefnu Friðriksdóttur

Leikstjórn: Hörður Sigurðsson

 

 1. 2012-2013

Leikfélag Ólafsfjarðar og Leikfélag Siglufjarðar

Stöngin inn eftir Guðmund Ólafsson

Leikstjórn: Guðmundur Ólafsson

 

 1. 2013-2014

Hugleikur

Stund milli stríða eftir Þórunni Guðmundsdóttur

Leikstjórn: Jón St. Kristjánsson

 

 1. 2014-2015

Leikfélag Mosfellssveitar

Ronja ræningjadóttir eftir Astrid Lindgren

Leikstjórn: Agnes Wild

 

 1. 2015-2016

Leikfélag Hafnarfjarðar

Ekkert að óttast, unnið í höfundasmiðju

Leikstjórn: Ólafur Þórðarson

 

 1. 2016-2017

Leikfélag Hveragerðis

Naktir í náttúrunni, byggt á The Full Monty

Leikgerð og leikstjórn: Jón Gunnar Þórðarson

 

 1. 2017-2018

Leikfélag Keflavíkur

Mystery Boy eftir Smára Guðmundsson

Leikstjórn: Jóel Sæmundsson

 

 1. 2018-2019

Leikflokkur Húnaþings vestra

Hárið eftir Gerome Ragni og James Rado

Leikstjórn: Sigurður Líndal Þórisson

 

2019-2020

Valið gat ekki farið fram vegna Covid-faraldursins.

 

2020-2021

Valið gat ekki farið fram vegna Covid-faraldursins.

 

 1. 2021-2022

Tvær sýningar voru valdar, önnur fyrir börn og hin fyrir fullorðna, þar sem valið hafði fallið niður vegna Covid tvö ár í röð:

 

Leikfélag Keflavíkur

Fyrsti kossinn eftir Brynju Ýr Júlíusdóttur og Guðlaug Ómar Guðmundsson

Leikstjórn: Karl Ágúst Úlfsson

 

Leikflokkur Húnaþings vestra

Pétur Pan eftir J. M. Barry

Leikstjórn: Greta Clough

 

 

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími