Leikhúsbókabúð Þjóðleikhússins opnar
Leikhúsbókabúð Þjóðleikhússins er langþráður draumur fjölda leikhúsunnenda. Þar eru á boðstólum leikhúsbækur af öllu tagi, þar má finna leikrit og leikritasöfn, bækur um leikhús og leikhúsfólk, fræðirit um fagið og skáldverk sem tengjast leiksýningum Þjóðleikhússins. Þar munum við einnig bjóða upp á eigin útgáfu leikhússins á völdum nýjum leikritum og þýðingum. Í versluninni er einnig á boðstólum ýmiskonar varningur sem tengist sýningum hússins, geisladiskar og mynddiskar.
Leikhúsbókabúðin er opin á opnunartíma miðasölu leikhússins og á sýningarkvöldum. Í bókabúðinni má finna tilvaldar jólagjafir fyrir leikhúsunnendur – og í leiðinni er hægt að festa kaup á okkar vinsælu jólagjafakortum.
Skoða bókabúð