15. Sep. 2020

Þjóðleikhúsblaðið 2020-2021

Við kynnum nýtt leikár Þjóðleikhússins 2020-2021 með mikilli gleði og eftirvæntingu!

Þjóðleikhúsblaðinu verður dreift miðvikudagsmorguninn 16. september. Þú getur líka kynnt þér glæsilegt og fjölbreytt leikár í rafrænni útgáfu af blaðinu.

”SKOÐA

Þú getur einnig kynnt þér leikárið með því að hlusta á hlaðvarpsþátt úr nýju Hlaðvarpi Þjóðleikhússins, þar sem Magnús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóri segir frá leikárinu og ýmsum spennandi nýjungum.

HLUSTA Á VIÐTAL

Við vekjum sérstaka athygli á ýmsum nýjungum, eins og stórbættri gestaaðstöðu og aukinni veitingaþjónustu, og Hádegisleikhúsi í endurnýjuðum Leikhúskjallara!

Leikhúskort Þjóðleikhússins veitir þér 30% afslátt af fjórum eða fleiri sýningum og ýmis fríðindi. Verð kortsins fer eftir miðaverði á þær sýningar sem þú velur.
Við galopnum Þjóðleikhúsið fyrir ungu fólki með leikhúskorti á ótrúlegu verði. 25 ára og yngri fá fjórar sýningar á aðeins 8.900 kr!

Þeir sem kaupa leikhúskort fyrir 15. október fá miða í Hádegisleikhúsið, ásamt veitingum, í kaupbæti! Leikhúskort getur þú keypt í gegnum vefinn, í síma 551 1200 og í miðasölu okkar alla daga kl. 12-18.

Við hlökkum mikið til að taka á móti þér í Þjóðleikhúsinu. – Nú getur allt gerst!

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími