21. Sep. 2020

Breytingar á ásýnd Þjóðleikhússins

Á undanförnum mánuðum hefur ýmislegt í starfsemi Þjóðleikhússins verið endurskoðað, breytt og bætt. Á það bæði við gestarými í forsal, vinnuaðstöðu starfsmanna og fleira í húsinu. Samhliða hefur verið frískað upp á kynningarefni og meðal annars verið tekið upp nýtt, einfaldara merki til notkunar þar sem það á við. Samhliða lifir gamla góða merkið þó enn góðu lífi og fær að njóta sín þar sem það hentar.

         

Nýja merkið er fyrst og fremst hugsað fyrir nýrri miðla en það er einfaldara og læsilegra, t.d. á samfélagsmiðlum og víðar. Merkið fær fólk auk þess til að lesa nafn leikhússins á nýjan hátt. Eldri útgáfa merkisins sómir sér vel víða í nýju kynningarefni leikhússins sem og í húsinu sjálfu. Merkið er að finna á nýjum leikskrám, í kynningarriti leikhússins sem kom út í síðustu viku og víðar.

Þjóðleikhúsið vill tala jöfnum höndum, til nýrra leikhúsgesta, ekki síður en þeirra sem eldri eru og  viðfangsefnin og framsetningin á að endurspeglaþað. Við viljum auðvitað að Þjóðleikhúsið sé síungt og sífellt að endurnýja sig, þó það búi að merkri sögu og sterkum grunni.

Einnig hafa verið gerðar miklar endurbætur á húsnæðinu sjálfu en þessi fallega bygging hefur mátt muna fífil sinn fegurri á undanförnum árum.  Sú vinna hefur verið í anda þess sem Guðjón Samúelsson sá fyrir sér þegar húsið var byggt en breytingarnar endurspegla væntingar nútímafólks um bætt aðgengi, betri þjónustu og heildrænni upplifun. Því er veitingaþjónusta stóraukin og öll upplifun í húsinu bætt.

Það er trú okkar að leikhúsgestir muni upplifa enn sterkari tengingu við húsið og njóta þess enn betur að heimsækja okkur og njóta góðra veitinga í fallegu umhverfi í tenglsum við sýningar.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími