31. Ágú. 2022

Góðan daginn Faggi á ferð um landið

Leiksýningin Góðan daginn Faggi leggur leggur land undir fót í haust en þá verða boðsýningar fyrir elstu bekki grunnskóla á landsbyggðinni auk þess sem sýndar verða almennar sýningar á Akureyri, Egilsstöðum, Neskaupstað og Patreksfirði.


Góðan daginn faggi sló sannarlega í gegn í Þjóðleikhúsinu á liðnu leikári, með yfir 40 uppseldum sýningum, einróma lofi gagnrýnenda og Grímutilnefningum auk þess sem lagið Næs úr sýningunni var lag Hinsegin daga 2022.

Höfundar verksins eru öll alin upp á landsbyggðinni. Bjarni Snæbjörnsson, leikari frá Tálknafirði, Gréta Kristín Ómarsdóttir, leikstjóri frá Hrísey og Axel Ingi Árnason, tónskáld frá Eyjafjarðasveit. Það er einlæg von þeirra að með sýningum á verkinu í elstu bekkjum grunnskóla og með almennum sýningum og umræðu sem það skapar verði hægt að vinna gegn einangrun hinsegin unglinga, ofbeldi, fordómum og hatursorðræðu sem hefur sýnt sig að undanförnum að færist í aukana.

Góðan daginn, faggi er sjálfsævisögulegur heimildasöngleikur þar sem fertugur hommi leitar skýringa á skyndilegu taugaáfalli sem hann fékk upp úr þurru einn blíðviðrisdag. Eftir vandasamann leiðangur um innra líf sitt og fortíð og samtíma rekst hann á rætinn hommahatara á óvæntum stað. Verkið er byggt á dagbókum Bjarna Snæbjörnssonar, leikara frá yngri árum til dagsins í dag.

Það er Leikhópurinn Stertabenda í samstarfi við Samtökin ‘78 og Þjóðleikhúsið sem hefur veg og vanda af verkefninu.

Miðasala á sýningar aðrar en á Akureyri:
Kaupa miða

Miðasala á sýningar á Akureyri:
Kaupa miða

Akureyri
17. 18. 19 . og 20. sept.

Húsavík
21. sept.
Fjarðabyggð (Neskaupsstaður)
22 sept.

Egilsstaðir
23. sept.

Reykjanes
Mán 26. sept.

Snæfellsnes
27. Sept.

Hólmavík
28. Sept.

Ísafjörður
29 sept.

Patreksfjörður
29. og 30. sept.

Hvammstangi
3. okt.

Blönduós/ Skagaströnd
4. okt.

Sauðárkrókur/ Varmahlíð
5. okt.

Fjallabyggð (Ólafsfjörður)
6. okt.

 

Opnunartími miðasölu yfir hátíðarnar
23.des 12:00 – 21:00
24.des 10:00-14:00
25.des LOKAÐ
26.des 16:00 – 19:00
27.des 12:00 – 19:00
28.des 12:00 – 19:00
29.des 14:00 – 18:00
30.des 14:00 – 19:00
31.des LOKAÐ
1.jan LOKAÐ

Miðasala á vefnum, leikhusid.is er opin allan sólarhringinn.

Við bendum á að spjallið á Fésbókarsíðu Þjóðleikhússins er opið eins og miðasala.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími