19. Ágú. 2022

Spunamarþon Improv Ísland á Menningarnótt

Líkt og síðustu ár verður boðið upp á spunamarþon í Þjóðleikhúskjallaranum á Menningarnótt. Það eru snillingarnir í Improv Ísland sem munu láta ljós sitt skína eins og þau hafa gert undanfarin ár.

Frá kl. 15 og fram til 22:30 munu þau spinna nýja sýningu á hálftíma fresti fyrir gesti og gangandi. Þetta verður alger grínveisla og áhorfendur þurfa að búa sig undir mikla, smitandi gleði. Aðgangur er ókeypis.
Á hverri sýningu verður endurraðað í leikhópa sem sýna ólík lang-spunaform eins og Haraldinn, Spunasöngleik, Spuna út frá leyndarmálum áhorfenda, Eurovisionlög samin á staðnum, Martröð leikarans, spuni á spænsku og dönsku ofl. Einnig munu þekktir hópar sýna spuna, eins og Kanarí, Uppistandshópurinn VHS og Eldklárar og eftirsóttar.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími