06. Okt. 2023

Hádegisleikhús Þjóðleikhússins hefur göngu sína á ný með verki eftir Jón Gnarr

Þjóðleikhúsið frumsýndi nýtt íslenskt verk eftir Jón Gnarr í Hádegisleikhúsinu í gær. Verkið er bráðfyndið  þar sem Gói og Pálmi Gests fara á kostum. Tveir menn hafa verk að vinna. Þeir hafa unnið svo lengi saman að þeir gerþekkja hvor annan. Eða hvað? Einstaklega skemmtilegur gamanleikur sem kemur á óvart.

Hví ekki að njóta með vinum eða vinnufélögum?

Hádegisleikhús Þjóðleikhússins tók til starfa í endurnýjuðum Leikhúskjallara. Þar sjá gestir sýningu á nýju íslensku leikriti um leið og þeir snæða léttan hádegiusverð. Húsið opnar kl. 11.45 og matur er borinn fram á bilinu 12:00 -12.15. Leiksýningin hefst kl. 12.20 og tekur tæpan hálftíma.

Fjögur ný íslensk verk voru valin voru úr innsendu efni í handritasamkeppni sem Þjóðleikhúsið hélt í samstarfi við RÚV. Verkið eftir Jón Gnarr er þriðja verkið sem tekið er til sýninga í Hádegisleikhúsinu. Auk Jóns, voru verk eftir Bjarna Jónsson, Hildi Selmu Sigurbjörnsdóttur og Sólveigu Eir Stewart valin til sýninga.

Tilvalið fyrir vinnustaði

 

Nánar

 

 

Opnunartími miðasölu yfir hátíðarnar
23.des 12:00 – 21:00
24.des 10:00-14:00
25.des LOKAÐ
26.des 16:00 – 19:00
27.des 12:00 – 19:00
28.des 12:00 – 19:00
29.des 14:00 – 18:00
30.des 14:00 – 19:00
31.des LOKAÐ
1.jan LOKAÐ

Miðasala á vefnum, leikhusid.is er opin allan sólarhringinn.

Við bendum á að spjallið á Fésbókarsíðu Þjóðleikhússins er opið eins og miðasala.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími