06. Jún. 2022

Egnersjóðurinn auglýsir eftir umsóknum

Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Egnersjóðnum sem starfar við Þjóðleikhúsið. Í úthlutunarreglum sjóðsins segir:

„Egnersjóðurinn starfar við Þjóðleikhúsið. Úr honum eru veittir styrkir til að efla leiklistarstarfsemi fyrir börn og ungt fólk í Þjóðleikhúsinu og styðja við nýsköpun í uppsetningu barnasýninga. Einnig er heimilt að veita styrki til annarra aðila sem vinna að því að auðga íslenskt barnaleikhús“.

Sjóðurinn er fjármagnaður af höfundarréttargreiðslum vegna sýninga á Íslandi á Kardemommubænum og Dýrunum í Hálsaskógi eftir Torbjörn Egner.

Umsóknir skal senda í gegnum umsóknarkerfi hér að neðan, ásamt greinargóðri lýsingu á verkefninu og upplýsingum um listræna aðstandendur.

Umsóknarfrestur er til og með 14. júlí.

SKRÁ UMSÓKN ÚTHLUTUNARREGLUR

 

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími