/
Egnersjóður
Úthlutunarreglur

1. Tilgangur og markmið
Egnersjóðurinn starfar við Þjóðleikhúsið, og úr honum eru veittir styrkir til að efla leiklistarstarfsemi fyrir börn og ungt fólk í Þjóðleikhúsinu, en einnig er heimilt að styðja við aðra aðila sem vinna að því að auðga íslenskt barnaleikhús.

2. Tekjur
Höfundarréttargreiðslur vegna sýninga á leikritum Thorbjörns Egners á Íslandi til ársins 2060 renna í sjóðinn[1].

3. Úthlutanir
Sjóðstjórn veitir styrki til verkefna á grundvelli umsókna sem samræmast tilgangi og markmiðum sjóðsins.
Sjóðstjórn er heimilt að hafna öllum umsóknum.
Sjóðstjórn er ekki heimilt að úthluta upphæð umfram það fé sem er fyrir hendi í sjóðnum við afgreiðslu styrkja.

4. Sjóðstjórn
Sjóðstjórn skipa þrír aðilar, þjóðleikhússtjóri, fulltrúi þjóðleikhúsráðs og fulltrúi starfsmanna Þjóðleikhússins.

5. Heimili og varnarþing.
Heimili og varnarþing Egnersjóðsins er Þjóðleikhúsið, Lindargötu 7, 101 Reykjavík.
Bankareikningur sjóðsins er 0133-15-381950, kt. 710269-2709. Þjóðleikhúsið sér um umsýslu sjóðsins.

Samþykkt af þjóðleikhúsráði 13.2.2020
Magnús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóri

Halldór Guðmundsson, formaður þjóðleikhúsráðs

[1] Skv. gjafabréfi Thorbjörns Egners frá árinu 1965 gildir sýningarréttur Þjóðleikhússins á sýningum leikrita hans á Íslandi í hundrað ár, en skv. reglum um höfundarrétt getur sýningarrétturinn aðeins gilt til 24. desember 2060, en þá verða 70 ár liðin frá andláti höfundar.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími