03. Okt. 2018

Ég heiti Guðrún frumsýnt annað kvöld

Magnað verk um nána vináttu og glímu við óvænt áfall

Ég heiti Guðrún eftir Rikke Wölck verður frumsýnt annað kvöld Kúlunni, í samstarfi við leikhópinn Leiktóna. Nú þegar er uppselt á 16 sýningar, en verkið verður aðeins sýnt í október.

Leikstjóri er Pálína Jónsdóttir en með aðalhlutverkið fer Sigrún Waage sem jafnframt er framleiðandi sýningarinnar.

Ég heiti Guðrún hefur farið sigurför um Norðurlönd frá því verkið var frumflutt árið 2014. Guðrún nýtur velgengni, hún er glæsileg, góður blaðamaður, snilldarkokkur og á marga góða vini. Hún er kona sem hefur fulla stjórn á eigin lífi, þangað til…

Ég heiti Guðrún er sorglegur gamanleikur um innilega vináttu fjögurra kvenna. Þegar Guðrún er greind með Alzheimers-sjúkdóm 55 ára gömul ákveða vinkonurnar að styðja hana allt til hinstu stundar. Sjúkdómur Guðrúnar fær þær allar til að velta fyrir sér lífinu sem þær hafa lifað og ákvörðunum sem þær hafa tekið.

Það er leikkonan Sigrún Waage sem hefur veg og vanda af uppsetningunni en verkefnið er mjög persónulegt fyrir hana sem, líkt og svo margir aðrir, hefur horft upp afleiðingar Alzheimers-sjúkdómsins.

Leikarar í sýningunni, auk Sigrúnar, eru þær Elva Ósk Ólafsdóttir, Lára Jóhanna Jónsdóttir og Vigdís Gunnarsdóttir. Leikstjóri er sem fyrr segir Pálína Jónsdóttir, en þær Filippía I. Elísdóttir gera leikmynd og Filippía sér jafnframt um búninga. Hermann Karl Björnsson sér um lýsingu og myndband gerir Ásta Jónína Arnardóttir. Anna Halldórsdóttir sér um tónlist og þau Kristinn Gauti Einarsson gera hljóðmynd. Þýðandi er Magnea Matthíasdóttir.

Rétt er að ítreka snarpan sýningartíma, en verkið verður aðeins sýnt í október. Nú eru 20 sýningar fyrirhugaðar og þegar er orðið uppselt á 16 þeirra.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími