Blómin á þakinu barnasýning ársins
Grímuhátíðin var haldin hátíðleg í gær. Þar var sýning Þjóðleikhússins á Blómunum á þakinu valin barnasýning ársins og einn ástsælasti leikari hússins, Sigurður Sigurjónsson hlaut Grímuna fyrir leik í aðalhlutverki fyrir leik sinn í Heim sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu í vetur. Sýning Íslenska dansflokksins Hringir Orfeusar og annað slúður var valin sýning ársins. Kjartan Ragnarsson hlaut heiðursverðlaun Grímunnar fyrir ómetanlegt ævistarf sitt í leikhúsinu. Alls hlutu 10 sýningar viðurkenningar í gær. Þjóðleikhúsið óskar öllum þeim sem hlutu verðskuldaðar viðurkenningar innilega til hamingju.