10. Jún. 2025

Blómin á þakinu barnasýning ársins

Grímuhátíðin var haldin hátíðleg í gær.  Þar var sýning Þjóðleikhússins á Blómunum á þakinu valin barnasýning ársins og einn ástsælasti leikari hússins, Sigurður Sigurjónsson hlaut Grímuna fyrir leik í aðalhlutverki fyrir leik sinn í Heim sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu í vetur. Sýning Íslenska dansflokksins Hringir Orfeusar og annað slúður var valin sýning ársins. Kjartan Ragnarsson hlaut heiðursverðlaun Grímunnar fyrir ómetanlegt ævistarf sitt í leikhúsinu. Alls hlutu 10 sýningar viðurkenningar í gær.  Þjóðleikhúsið óskar öllum þeim sem hlutu verðskuldaðar viðurkenningar innilega til hamingju.

 

Opnunartími miðasölu yfir hátíðarnar
23.des 12:00 – 21:00
24.des 10:00-14:00
25.des LOKAÐ
26.des 16:00 – 19:00
27.des 12:00 – 19:00
28.des 12:00 – 19:00
29.des 14:00 – 18:00
30.des 14:00 – 19:00
31.des LOKAÐ
1.jan LOKAÐ

Miðasala á vefnum, leikhusid.is er opin allan sólarhringinn.

Við bendum á að spjallið á Fésbókarsíðu Þjóðleikhússins er opið eins og miðasala.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími