08. Nóv. 2021

Aukasýningar á Heimsendingu komnar í sölu!

Aukasýningum hefur nú verið bætt við á Heimsendingu, sem sýnd er á Loftinu. Leikritið er afrakstur sex vikna samsköpunarverkefnis leikhópsins TRÚNÓ og var frumsýnd í byrjun október. Færri komust að en vildu og uppselt hefur verið á allar fimm sýningarnar en hefur fjórum aukasýningum verið bætt við.

Líf sex ungra einstaklinga tekur óvænta stefnu eitt þriðjudagskvöld þegar þau ætla að panta sér heimsendan mat en neyðast í staðinn til að endurskoða líf sitt. Verk sem lætur engan ósnortinn og veltir upp stórri spurningu – hvað skiptir raunverulega máli í þessu lífi?

Leikritið Heimsending er ætlað öllum eldri en 13 ára og hentar því ekki bara þér, heldur besta vini þínum, foreldrum og ættingjum!  Verkið er 1 klst.

KAUPA MIÐA

Leikendur: Benóný Arnórsson, Egill Andrason, Helga Salvör Jónsdóttir, Kolfinna Ingólfsdóttir, Sara Guðnadóttir og Stefán Nordal.

Leikstjórn: Dominique Sigrúnardóttir
Tæknimaður: Jóna Gréta Hilmarsdóttir

 

Sýningar:

  1. nóv. 2021 – mið. 18:00
  2. nóv. 2021 – fim. 18:00
  3. nóv. 2021 – fös. 18:00
  4. nóv. 2021 – lau. 18:00
Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími