Heimsending

Heimsending

Verk eftir Listahópinn Trúnó 
Miðaverð
1900 kr.

Við bjóðum ykkur velkomin á uppskeru Listahópsins TRÚNÓ! 

Verkið Heimsending sprettur úr hugarheimi unga fólksins í leiksmiðjunni Trúnó og er samsuða hugmynda þeirra, í formi klukkustundar langrar sýningar. Verkið vekur upp spurningar um hver við erum á yfirborðinu, hvað þarf til að sleppta takinu og leyfa því sem kraumar undir að brjótast út. 

 

Verkið fjallar um hversu krefjandi, erfitt og fallegt það getur verið að berjast fyrir sínu plássi á þessari stóru plánetu og í litla, kassalega samfélaginu sem við búum í. Hver erum við kjarnanum, hverju má sleppa? Hvað vil ég úr lífinu?

Heimsending fjallar um að fletta af sér lögunum og hjúpnum sem samfélagið hefur sveipað um okkur. Sex einstaklingar fá rými og tækifæri til þess að fletta ofan af sér sjálfum, breiða úr sér og sleppa takinu.

 

Að gefa ungu fólki rödd

 

Trúnó er leiksmiðja og þróunarverkefni sem Þjóðleikhúsið setti af stað fyrir ungt fólk á aldrinum 18-20 ára. Í Trúnó vinnur ungt fólk með sín eigin hugðarefni á sínum eigin forsendum. Markmið verkefnisins er að gefa ungu fólki rödd og að skapa pláss fyrir þeirra hugmyndir innan Þjóðleikhússins. Í ársbyrjun 2021 óskaði Þjóðleikhúsið eftir hugmyndum og textum um umfjöllunarefni frá ungu fólki og bárust nokkrir tugir texta og hugmynda.  

Í kjölfar þess var auglýst eftir einstaklingum til að halda áfram þróun verkefnisins undir handleiðslu Dominique Gyða Sigrúnardóttur, leikkonu og leikstjóra, og Siggu Dögg kynfræðings, sem hafa umsjón með verkefninu. Sex einstaklingar voru ráðnir til að kafa dýpra ofan í málefnin og þau mynda nú Listahópinn Trúnó: Benóný Arnórsson, Sara Guðnadóttir, Helga Salvör Jónsdóttir, Egill Andrason, Stefán Nordal, Jóna Gréta Hilmarsdóttir og Kolfinna Ingólfsdóttir.   

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími