11. Sep. 2023

Afmælisdagskrá Listar án landamæra kynnt í Þjóðleikhúsinu

Dagskrá listahátíðarinna Listar án landamæra var kynnt við hátíðlega athöfn í Þjóðleikhúsinu í dag. Í ár eru 20 ár frá stofnun listahátíðarinnar en markmið hennar er að auka sýnileika fatlaðs listafólks. Boðið verður upp á glæsilega leikhúsveislu í Þjóðleikhúsinu 3. desember, á alþjóðadegi fatlaðs fólks. Þá munu koma fram á Stóra sviðinu leikhópar frá Fjörleikhúsinu, Tjarnarleikhópnum, og leikhópurinn Perlan og sýna einþáttunga en listafólk Þjóðleikhússins tekur einnig þátt í dagskránni. Auk þess mun alþjóðlegi sviðslistahópurinn Drag Syndrome koma til landsins og troða upp á afmælishátíð í Hafnarporti auk þess að sýna sýningu sína í Þjóðleikhúskjallaranum.

List án landamæra kynnt í Þjóðleikhúsinu

Koma Drag Syndrome til Íslands hefur einstaklega mikla þýðingu fyrir íslenskt listalíf hvað varðar listrænt gildi og inngildingu. Hópurinn er draghópur á heimsmælikvarða og ferðast nú um heiminn og sýnir víða. Drag Syndrome hafa meðal annars komið fram á RuPaul’s DragCon UK og um hann hefur veriuð fjallað mörgun af mest lesnu miðlum heimsins, svo sem  BBC, NBC og The New York Times.

Á kynningarfundi í Þjóðleikhúsinu í dag kynnti Íris Stefaníu Skúladóttir, Listrænn stjórnandi Listar án landamæra, dagskrána og sagði frá listamanneskju hátíðarinnar sem að þessu sinni er Sindri Ploder.

Dagskráin framundan:

  • Opnun einkasýningar listamanneskju hátíðarinnar, Sindra Ploder, “Ef ég væri skrímsli” í Hafnarborg 14. september kl: 20.00.
  • Opnun sýningar listahóps hátíðarinnar, listhópur Hlutverkaseturs, “ Að fíflast með fíflum”          september í Menningarhúsunum í Kópavogi kl:13.00.
  • Afmælisveisla List án landamæra, 21. október í Hafnarportinu – Drag Syndrome treður upp
  • Drag Syndrome í Þjóðleikhúskjallaranum með sýningu sína. október.
  • Drag Syndrome tekur þátt í málþingi ásamt fulltrúum frá List án landamæra, Listaháskóla Íslands, Háskóla Íslands, Samtökunum ´78, Félagi áhugafólks um downs heilkenni og fleira góðu fólki.
  • Lista- og handverksmarkaður List án landamæra í Ráðhúsi Reykjavíkur 4.-5. nóvember
  • Frumsýning á heimildarleikverkinu “Fúsi – aldur og fyrri störf” á Litla sviði Borgarleikhússins, nóvember kl: 20.00 í samstarfi við sviðslistahópinn Monochrome og Borgarleikhúsið
  • Leikhúsveisla og afhending Múrbrjótsins á stóra svið Þjóðleikhússins 3. desember, alþjóðadegi fatlaðra. kl:14.00. Þetta er jafnframt loka viðburðurinn á annars stórbrotinni afmælisdagskrá List án landamæra árið 2023
Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími