08. Sep. 2023

Opnunarviðburður Bleiku slaufunnar í Þjóðleikhúsinu 28. sept.

Opnunarviðburður Bleiku slaufunnar verður haldinn í Þjóðleikhúsinu þann 28. september næstkomandi. Húsið opnar kl. 18:30 með glimmrandi og glitrandri bleikri stemningu. Samstarfsaðilar Bleiku slaufunnar kynna og selja bleikar vörur til styrktar átakinu í Þjóðleikhúskjallaranum. Dagskrá hefst á stóra sviðinu kl. 20:00 með stuttri opnunar- og kynningardagskrá átaksins auk þess sem auglýsing Bleiku slaufunnar verður frumsýnd. Sérstök hátíðarsýning verður á leikverkinu „Til hamingju með að vera mannleg“ en verkið byggir á ljóðabók, Sigríðar Soffíu Níelsdóttur, sem hún samdi þegar hún gekk í gegnum krabbameinsmeðferð. Eitt meginþema Bleiku slaufunnar í ár er einmitt samstaða og máttur hennar.  Aðgangseyrir er kr.7.250. Innifalið er miði á leikverkið og Bleika slaufan 2023.

Sýningin Til hamingju með að vera mannleg vakti mikla athygli þegar hún var frumsýnd á liðnu vori, hlaut afar lofsamlega umfjöllun og þrjár tilnefningar til Grímuverðlaunanna. Hún byggir á ljóðabók, Sigríðar Soffíu Níelsdóttur, sem hún samdi þegar hún gekk í gegnum krabbameinsmeðferð í heimsfaraldri. Verkið fjallar um þrautseigju, andlegan styrk og samfélag kvenna sem standa hver með annarri.

 

Miðasala er hafin

Kaupa miða
Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími