14. Sep. 2023

Madame Tourette á bullandi uppleið

Í kvöld hefur göngu sína í Kjallaranum einleikurinn Madame Tourette eftir Elvu Dögg Hafberg Gunnarsdóttur. Elva leikur jafnframt sjálf í einleiknum en hann var frumsýndur í Tjarnarbíói á síðasta leikári. Viðtökurnar voru svo makalausar að nú opnar hún þessa fjörugu, meinfyndnu og upplýsandi sýningu í Þjóðleikhúskjallaranum.

Elva Dögg hefur barist við Tourette fötlunina frá unga aldri og gerir að enn. En hún hefur húmor, svo magnaðan að aðrir verða jafnvel vandræðalegir þegar hún verður alveg óheyrilega hreinskilin um vandamál sin og aðstæður svo við hin getum ekki annað en hlegið, já, emjað úr hlátri, án þess að hafa hugmynd um hvort það sé viðeigandi eða ekki.
Leikstjóri er Ágústa Skúladóttir, leikmynd og búninga hannar Þórunn María Jónsdóttir. Ólafur Stefán Ágústsson hannar lýsingu og Ninna Karla Katrínardóttir sér um hár og förðun.

Frumsýningin er í kvöld, 14. sept.

Kaupa miða

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími