Selma Rán Lima útskrifaðist af leikarabraut Listaháskóla Íslands árið 2024. Hún þreytti frumraun sína í Þjóðleikhúsinu í Heim síðastliðinn vetur, en þá tók hún einnig við hlutverkum í Frosti ásamt því að fara með hlutverk Möggu Messi í Orra óstöðvandi. Selma leikur í Línu Langsokk og Ormstungu í vetur.