15. Maí. 2019

Mutter Courage í Kassanum

Útskriftaverk Leikarabrautar sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands í samstarfi við Leikfélag Akureyrar og Þjóðleikhúsið

Leiklistarnemar sem eru að ljúka námi við sviðslistadeild Listaháskóla Íslands í vor sýna nú í Kassanum Mutter Courage eftir Berthold Brecht. Sýningin var frumsýnd á Akureyri, en er nú sýnd nokkrum sinnum í Kassanum. Aðgangur er ókeypis en áhorfendum er bent á að tryggja sér miða hér .

Mutter Courage eftir Berthold Brecht er talið með bestu leikverkum 20. aldarinnar, og er eitt kröftugasta stríðsádeiluverk sögunnar. Það er viðeigandi að bekkur sem samanstendur að þremur fjórðu hlutum af konum rýni í þetta verk. Mutter Courage er mikil ádeila á stöðu konunnar í stríði, konunnar sem fær engu um framgang stríðsins ráðið en er fórnarlamb þess engu að síður og missir allt sitt. Verkið á vel við þessa ungu kynslóð sem hefur verið í oddaflugi síðustu kven- og mannréttindabyltingar, þeirri er enn stendur yfir. Boðskapur hennar er einfaldur. Allir eru jafnir að verðleikum.

Útskriftarefni að þessu sinni eru þau Ásthildur Sigurðardóttir, Berglind Halla Elíasdóttir, Gunnar Smári Jóhannesson, Hildur Vala Baldursdóttir, Jónas Alfreð Birkisson, Rakel Ýr Stefánsdóttir, Steinunn Arinbjarnardóttir og Þórdís Björk Þorfinnsdóttir.

Höfundur tónlistar er Sævar Helgi Jóhannsson, en hann er útskriftarefni í tónsmíðum frá tónlistardeild Listaháskóla Íslands 2019.

Leikstjóri er Marta Nordal, leikmynd og búninga gerir Auður Ösp Guðjónsdóttir og Ólafur Ágúst Stefánsson sér um ljósahönnun. Um leikmyndarsmíði og tækni sér Egill Ingibergsson en aðstoðarleikstjóri og sýningarstjóri er Anna Katrín Einarsdóttir.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími