16. Maí. 2019

Umræður um Loddarann í kvöld

Boðið verður upp á umræður eftir 6. sýningu í kvöld með þátttöku listamanna

Að vanda býður Þjóðleikhúsið áhorfendum upp á umræður eftir 6. sýningu á Loddaranum í kvöld. Leikarar í sýningunni munu taka þátt ásamt þýðanda verksins, Hallgrími Helgasyni, en allur texti verksins er á bundnu máli.

Gagnrýnandi Fréttablaðsins, Sigríður Jónsdóttir, gaf sýningunni fjóra og hálfa stjörnu og sagði: “Ein af albestu leiksýningum ársins.”

Umræður fara fram strax að sýningu lokinni og taka um 20 mínútur.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími