21. Maí. 2019

Aðgengi vegna framkvæmda við Hverfisgötu

Vegna gatnaframkvæmda við Hverfisgötu eru tálmanir við aðalinngang Þjóðleikhússins og aðkoma bíla verður um Lindargötu.

  • Þjóðleikhúsið
    Þjóðleikhúsið

Vegna gatnaframkvæmda við Hverfisgötu eru tálmanir við aðalinngang Þjóðleikhússins. Við bendum gestum á að aðkoma bíla verður um Lindargötu, norðanmegin við húsið, á meðan á framkvæmdum stendur. Hægt er að fara fótgangandi frá Lindargötu í gegnum Lýðveldisgarðinn austanmegin við húsið, eða um sundið meðfram vesturhlið, að aðalinngangi.

Lyfta fyrir hreyfihamlaða er austanmegin við húsið og er aðgengi að henni einnig frá Lindargötu á sýningardögum. Sérmerktum bílastæðum hefur verið komið fyrir við lyftuna.

Framkvæmdirnar eru á vegum Reykjavikurborgar en upplýsingar um þær má finna hér:

https://reykjavik.is/…/hverfisgata-endurnyjud-i-sumar-milli…

Skerðingu á þjónustu strætisvagna má finna hér: https://www.straeto.is/is/leidakerfisbreytingar-2019

Við biðjum gesti velvirðingar á þessum óþægindum, og þökkum fyrir sýndan skilning.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími