05. Maí. 2019

Hárið frá leikflokki Húnaþings vestra áhugasýning ársins 2019

Hárið verður sýnt á Stóra sviði Þjóðleikhússins í júní

Val Þjóðleikhússins á athyglisverðustu áhugaleiksýningu leikársins hefur nú farið fram í tuttugasta og sjötta sinn. Að þessu sinni sóttu alls fimmtán leikfélög um að koma til greina við valið með sautján sýningar. Formaður dómnefndar var Atli Rafn Sigurðarson, en með honum í dómnefnd sátu þrír aðrir leikarar Þjóðleikhússins, þau Sigurður Sigurjónsson, Snæfríður Ingvarsdóttir og Þórey Birgisdóttir. Eftirtalin leikfélög sóttu um með þessar sýningar:

1. Freyvangsleikhúsið og leikfélag Hörgdæla: Gaman saman. Höfundar: Hjálmar Arinbjarnarson, Jóhanna S. Ingólfsdóttir, Stefanía Elísabet Hallbjörnsdóttir, Elfar Þór, Guðný Kristinsdóttir og Hilmir Arnarson. Leikstjórar: Sindri Snær Konráðsson Thorsen, Anna María Hjálmarsdóttir, Jóhanna S. Ingólfsdóttir, Kolbrún Lilja Guðnadóttir, Gunnar Möller, Ragnar Bollason og Hjálmar Arinbjarnarson.

2. Freyvangsleikhúsið: Lína Langsokkur. Höfundur: Astrid Lindgren. Leikstjóri: Gunnar Björn Guðmundsson.

3. Halaleikhópurinn: Ástandið. Höfundar: Brynhildur Olgeirsdóttir og Sigrún Valbergsdóttir. Leikstjóri: Sigrún Valbergsdóttir.

4. Leikdeild Umf. Skallagríms: Fullkomið brúðkaup. Höfundur: Robin Hawdon. Leikstjóri: Guðmundur Lúðvík Þorvaldsson.

5. Leikdeild Umf. Stafholtstungna: Rympa á ruslahaugnum. Höfundur: Herdís Egilsdóttir. Leikstjóri: Þröstur Guðbjartsson.

6. Leikdeild Ungmennafélags Gnúpverja: Nanna systir. Höfundar: Einar Kárason og Ragnar Kjartansson. Leikstjóri: Örn Árnason.

7. Leikfélag Dalvíkur: Heilmikið sokka sokk. Höfundar og leikstjórar: Katrín Sif Ingvarsdóttir og Ösp Eldjárn Kristjánsdóttir.

8. Leikfélag Hofsóss: Gullregn. Höfundur: Ragnar Bragason. Leikstjóri: Ólafur Jens Sigurðsson.

9. Leikfélag Húsavíkur: Bar Par. Höfundur: Jim Cartwright. Leikstjóri: Vala Fannell.

10. Leikfélag Hveragerðis: Tveir tvöfaldir. Höfundur: Ray Cooney. Leikstjóri: María Sigurðardóttir.

11. Leikfélag Mosfellssveitar: Blúndur og blásýra. Höfundur: Joseph Kesselring. Leikstjóri: Guðný María Jónsdóttir.

12. Leikfélag Mosfellssveitar: Narnía. Höfundur: Glyn Robbins, byggt á sögunni Ljónið, nornin og fataskápurinn eftir C.S. Lewis. Leikstjóri: Agnes Wild.

13. Leikfélag Sauðárkróks: Fylgd. Höfundur og leikstjóri: Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson.

14. Leikfélag Sólheima: Leitin að sumrinu. Höfundar: Ástþór Ágústsson, Guðmundur Lúðvík Þorvaldsson og Magnús Guðmundsson. Leikstjóri: Guðmundur Lúðvík Þorvaldsson.

15. Leikfélagið Borg: Rjúkandi ráð. Höfundur: Pýr Ó. Man. Leikstjóri: Hera Fjord.

16. Leikflokkur Húnaþings vestra: Snædrottingin. Höfundur: H.C. Andersen. Leikstjóri: Greta Clough.

17. Leikflokkur Húnaþings vestra: Hárið. Höfundar: Gerome Ragni og James Rado. Leikstjóri: Sigurður Líndal Þórisson.

Dómnefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að velja sem athyglisverðustu áhugaleiksýningu leikársins 2018-2019 sýningu Leikflokks Húnaþings vestra á Hárinu.

Umsögn dómnefndar um sýninguna: Það er samdóma álit dómnefndar að sýning Leikflokks Húnaþings vestra á Hárinu eftir Gerome Ragni og James Rado í leikstjórn Sigurðar Líndal Þórissonar skuli verða fyrir valinu sem athyglisverðasta áhugaleiksýning leikársins 2018-2019. Um efni Hársins þarf ekki að fjölyrða. Sýningin er hins vegar unnin af gríðarlegum metnaði og hvergi slegið af kröfum við uppfærsluna. Leikmynd, búningar og leikgervi, dansar, tónlistarflutningur, lýsing og hljóðblöndun skapa saman sterka heild. Stór leikhópurinn er skipaður hæfileikafólki sem nýtur sín í botn, og sterkur söngur, leikgleði og orka er allsráðandi. Afslappaður leikurinn skilar frásögninni á einlægan og einfaldan máta þannig að húmor og boðskapur verksins komast vel til skila. Það skal tekið fram að þetta er í fyrsta sinn sem sýning Leikflokks Húnaþings vestra er valin áhugasýning ársins, og það vakti sérstaka athygli dómnefndar hvað starfsemi leikflokksins er öflug í ár. Önnur sýning leikflokksins kom einnig sterklega til greina við valið, Snædrottingin í leikstjórn Gretu Clough, sem er listræn, frumleg og athyglisverð sýning. Tónlistin er falleg og útfærsla leikmyndar og lýsingar er einkar áferðarfögur. Leikhópurinn er að stórum hluta skipaður börnum á grunnskólaaldri sem njóta sín vel.

Þjóðleikhúsið óskar Leikflokki Húnaþings vestra til hamingju og býður leikfélaginu að koma og sýna Hárið á Stóra sviði Þjóðleikhússins í júní.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími