Harpa hefur leikið í og leikstýrt fjölda verkefna í Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu og með leikhópum.
Nýjasta leikstjórnarverkefni hennar hér er Kafbátur sem hlaut Grímuverðlaunin sem barnasýning ársins, en hún leikstýrði einnig Karitas og Jónsmessunótt í Þjóðleikhúsinu. Hún leikstýrði Dúkkuheimili og Medeu í Borgarleikhúsinu.
Harpa er áhugamanneskja um íslenska leikritun og hefur tekið þátt í frumuppfærslum á hátt í þrjátíu nýjum íslenskum verkum.
Hún lauk mastersnámi í Ritilist við Háskóla Íslands 2014 og frumsýndi verk sitt Bláklukkur fyrir háttinn á Listahátíð í Reykjavík 2018.
Harpa stofnaði listafélagið Augnablik árið 1991. Markmið félagsins er að vera vettvangur fyrir listsköpun, rannsóknir og fræðslu. Félagið hefur sett upp leiksýningar, haldið tónleika og námskeið og staðið fyrir ferðum inn á hálendi Íslands.