Sund
Stökkvum saman út í djúpu laugina!
Sund er bráðskemmtilegt nýtt íslenskt verk sem fjallar um sundmenningu okkar Íslendinga með fyndnum og frumlegum hætti. Sýningin sló í gegn í Þjóðleikhúsinu á liðnu vori – og í maí verða örfáar sýningar á þessari litríku leiksýningu. Á sviðinu er sundlaug, og leikarar og dansarar bregða sér í hlutverk sundgesta sem hlera samtöl annarra í pottinum, sóla sig, sprikla í kvöldsundi, skella sér í gufuna og kalda pottinn. Sundlaugar eru musteri okkar Íslendinga og hér fær laugin sjálf að bregða sér á fjalir leikhússins!
Leikhópurinn Blautir búkar frumsýndi Sund í Tjarnarbíói við frábærar undirtektir á sínum tíma, og sýningin hlaut tvær tilnefningar til Grímuverðlaunanna. Sýningin var þróuð áfram og endurfrumsýnd í Þjóðleikhúsinu, þar sem þjóðargersemin Pálmi Gestsson bættist í hópinn.
Sýningar vorið 2026.
Leikarar
Myndbönd
Listrænir stjórnendur
Sýnt í samstarfi við leikhópinn Blautir búkar. Verkefnið var styrkt af Sviðslistasjóði.
Sýningin var frumflutt í Tjarnarbíói, en er flutt í uppfærðri gerð í Þjóðleikhúsinu.