Ljósahönnun Sjö ævintýri um skömm
Halldór Örn Óskarsson útskrifaðist sem ljósahönnuður frá Bristol Old Vic Theatre School árið 2000. Hann hefur hannað lýsingu fyrir yfir áttatíu sýningar, meðal annars fyrir Þjóðleikhúsið, Borgarleikhúsið, Leikfélag Íslands og Leikfélag Akureyrar. Hann hlaut Grímuverðlaunin fyrir Sjö ævintýri um skömm, Vertu úlfur (ásamt Birni Bergsteini), Macbeth, Hreinsun, Utan gátta og Ófögru veröld, og var tilnefndur til sömu verðlauna fyrir Jesus Christ Superstar, Héra Hérason, Íslandsklukkuna, Lé konung, Engla alheimsins, Endatafl og Óþelló.