Hreiðrið

Hreiðrið

Tungumál leikhússins í sýningu án orða
FRUMSÝNING
feb. 2026
SVIÐ
Litla sviðið
Verð
5.500
Áætluð lengd
40 mín.

Litlir ungar í leikhúsi

Inni á milli mjúkra þúfna og glitrandi stráa hefur lítill fugl búið sér hreiður. Þar liggur hann fullur eftirvæntingar og bíður þess að litlu undrin hans, eggin, klekist út. Hreiðrið er heillandi upplifunarleikhús fyrir börn frá þriggja mánaða til þriggja ára og fólkið þeirra. Litlum leikhúsgestum er boðið að setjast í hreiðrið, láta skynfærin njóta sín og taka þátt í leiknum með því að snerta, heyra, sjá og finna heim töfra, lita og hljóða.

Litla sviðinu verður umbylt fyrir sýninguna og útbúið sérstaklega fyrir litla áhorfendur sem geta skriðið öruggir um mjúkt og litríkt rýmið. Í sýningunni eru fá orð notuð og notast er við tákn með tali. Þess vegna hentar sýningin vel börnum með ólík móðurmál og heyrnarskertum börnum. Kjörin fyrsta leikhúsupplifun!

Verkið er úr smiðju listafólksins í Miðnætti, leikhóps sem hefur skapað sér nafn fyrir frumlegar og vandaðar sýningar fyrir yngstu áhorfendurna, svo sem Tjaldið, Á eigin fótum og Geim-mér-ei. Einnig sköpuðu þær Agnes, Eva Björg og Sigrún hina dásamlegu sýningu Blómin á þakinu fyrir Þjóðleikhúsið.

Einstök leikhúsupplifun fyrir þau allra yngstu.

Aldursviðmið: 3ja mánaða til 3ja ára.

Sýningarlengd er um 40 mínútur, og boðið er upp á leikstund að lokinni sýningu. 

Leikarar

Listrænir stjórnendur

Höfundar
Leikstjórn
Leikmynd, búningar og brúður

Miðnætti í samstarfi við Þjóðleikhúsið. Verkefnið var styrkt af Sviðslistasjóði.

Aðrir aðstandendur

Aðstoðarmaður leikstjóra
Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum. Við bendum á að spjallið á Fésbókarsíðu Þjóðleikhússins er opið virka daga frá kl. 9 og frá kl. 12 um helgar og fram að sýningu.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími