Harrý og Heimir - Morð skulu standa

Harrý og Heimir – Morð skulu standa

Ég er að spögulera …
SVIÐ
Kjallarinn
FRUMSÝNING
feb. 2026

Harrý og Heimir snúa aftur í glænýrri sýningu, stútfullir af grunsemdum!  

Það var seint um kvöld. Afar seint um kvöld. Reyndar svo seint að það var orðið snemma morguns. Harrý Rögnvalds einkaspæjari sat á skrifstofu sinni ásamt Heimi Schnitzel, hundtryggum aðstoðarmanni sínum. (Voff voff voff). Þetta var reyndar ekki í fyrsta sinn sem Harrý og Heimir sátu saman með brakandi heilasellur.

„Getur verið að við fáumst næst við glæpamál í Þjóðleikhúskjallaranum?“ spurði Heimir.
„Það gæti hugsast, það fer eftir ýmsu,“ svaraði Harrý.
„Ertu ekki að meina að það gæti spögulerast?“
„Þegiðu, Heimir.“
„Alveg vissi ég að þú myndir segja þetta, Harrý,“ sagði Heimir.

Ekki missa af okkar ástsælu Harrý og Heimi í Leikhúskjallaranum!

Nú eru liðin 16 ár síðan Harrý og Heimir ruddust fyrst upp á leiksvið með sýninguna Með öðrum morðum sem naut gífurlegra vinsælda. Áður höfðu þeir smogið inn í hlustir landsmanna með eftirminnilegum hætti í fjölda æsispennandi og sprenghlægilegra sakamálaleikrita í útvarpi. Þeir reyndust einnig afar skjávænir. Nú verður Leikhúskjallarinn, með alla sína reykmettuðu skugga og skúmaskot, vettvangur æsilegra rannsókna þeirra. Ekki missa af okkar ástsælu Harrý og Heimi í Leikhúskjallaranum!

 

Leikarar

Höfundar

Handrit, höfundur, spuni og hugmyndavinna
Höfundur, spuni og hugmyndavinna
Höfundur, spuni og hugmyndavinna

Harrý og Heimir í samstarfi við Þjóðleikhúsið.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum. Við bendum á að spjallið á Fésbókarsíðu Þjóðleikhússins er opið virka daga frá kl. 9 og frá kl. 12 um helgar og fram að sýningu.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími