Á eigin fótum
Heillandi sýning fyrir yngstu börnin
Heillandi barnasýning úr smiðju Miðnættis sem hefur fengið frábærar viðtökur og var tilnefnd til Grímuverðlaunanna sem barnasýning ársins. Sagan er sögð án orða með brúðuleik og lifandi, frumsaminni tónlist og hentar því öllum börnum, burtséð frá því hvaða tungumál þau tala.
Að standa á eigin fótum
Ninna er send í sumardvöl í sveit á afskekktan sveitabæ. Umhverfið er henni ókunnugt og hún þarf að takast á við ýmsar hættur og læra að standa á eigin fótum. Miðnætti hefur vakið mikla athygli á undanförnum árum fyrir vandaðar leiksýningar, sjónvarpsefni og hljómplötur fyrir börn, og hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar, m.a. Vorvindaviðurkenningu Ibby, auk þess sem Miðnætti var Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2022.
Miðnætti sýndi hér fallegu barnasýninguna Geim-mér-ei.
Samstarfsverkefni Miðnættis, Lost Watch Theatre og Þjóðleikhússins með stuðningi frá Barnamenningarsjóði.