Þjóðleikhússtjóri
er stjórnandi leikhússins. Hann stýrir stefnumótun og fer með listræna stjórn leikhússins, fer fyrir listráði, vinnur að verkefnavali og ræður helstu listrænu stjórnendur til starfa. Þá sinnir hann rekstri leikhússins í nánu samstarfi við framkvæmdastjóra sem hefur yfirumsjón með daglegum rekstri leikhússins og fjármálastjórn. Þjóðleikhússtjóri er skipaður af ráðherra til fimm ára í senn og vinnur náið með Þjóðleikhúsráði.
Framkvæmdastjóri
stýrir daglegum rekstri leikhússins í samræmi við stefnu. Hún hefur yfirumsjón með áætlunargerð og fjármálum, mannauðs- og markaðsmálum, samskiptum við opinbera aðila, samningagerð og innra eftirlit. Framkvæmdastjóri skipuleggur starfsemina í húsinu í samráði við deildarstjóra og aðra stjórnendur. Undir rekstrarsvið heyra forstöðumenn skipulags, framleiðsliu og ferla, fjármálastjóri og forstöðumaður markaðar, samskipta og þjónustu. Framkvæmdastjóri ber ábyrgð mannauðs- og öryggismálum leikhússins ásamt leikhússtjóra.
Listræn stjórnun
Þjóðleikhússtjóri stýrir starfi á listasviði. á Listasvið er lögð áhersla á stefnumörkun og listræna stjórnun. Undir listasvið heyrir leiklistarráðunautur, teymi fastráðinna og verkefnaráðinna listrænna stjórnenda, höfundar, leikarar og annað sviðslistafólk, auk forstöðumanns barna- og fræðslustarfs. Undir listasvið heyrir einnig listráð og bóka- og gagnasafn leikhússins.
Rekstrarsvið
Framkvæmdastóri leiðir rekstrarsvið sem skiptist í eftirfarandi deildir: Samskipti, markaður og upplifun, Skipulag, framleiðsla og ferlar og fjármáladeild.
Samskipti, markaður og upplifun
Á þessu sviði eru samskipti og þjónusta við áhorfendur, fjölmiðla og fyrirtæki í forgrunni. Markmið þess er að efla samskipti og samtal leikhússins við samfélagið og gesti leikhússins. Þar starfa, auk forstöðumanns, þjónustu og upplifunarstjóri, kynningarfulltrúi, miðasölustjóri auk starfsfólks í miðasölu og gestamóttöku.
Skipulag, framleiðsla og ferlar
Forstöðumaður skipulags, framleiðslu og ferla sér um að samræma skipulag við æfingar, sýningar og framleiðslu leiksýninga.
Sýningastjórar skipta með sér verkefna- og sýningarstjórn fyrir leiksýningar.
Teymisstjóri leikmyndaframleiðslu hefur umsjón með rekstri smíðaverkstæðis og útfærslu og vinnslu leikmynda í samvinnu við leikmyndahönnuði. Við leikmyndaframleiðslu starfa auk teymisstjóra trésmiðir, járnsmiðir, málarar og sviðsmenn.
Leiksviðsstjóri hefur umsjón með rekstri á öllum sviðum leikhússins, uppsetningu leikmynda, tæknilegum lausnum, leikmyndaskiptingu, viðhaldi á búnaði og öryggisferlum. Á sviðsdeild starfa auk sviðsstjóra sviðsmenn og umsjónarmenn á minni sviðum.
Deildarstjóri leikmunadeildar hefur umsjón með rekstri leikmunadeildar og útfærslu og vinnslu leikmuna í samvinnu við leikmyndahönnuði og eftir tilvikum aðrar deildir. Á leikmunadeild starfa auk deildarstjóra leikmunaverðir, myndlistarfólk og uppfinningamenn.
Deildarstjóri ljósadeildar hefur umsjón með rekstri ljósadeildar og skipulagi vinnu vegna lýsingar leiksýninga og myndvinnslu. Á ljósadeild starfa auk deildarstjóra ljósahönnuðir, tæknimenn og ljósálfar.
Deildarstjóri hljóðdeildar hefur umsjón með rekstri hljóðdeildar og skipulagi vegna hljóðmynda og tónlistar fyrir leiksýningar. Á ljósadeild starfa auk deildarstjóra hljóðhönnuðir, hljóðnemaverðir og tæknimenn.
Deildarstjóri búningadeildar hefur umsjón með rekstri búningadeildar og sér um útfærslu, snið og saumun á búningum. Á búningadeild starfa auk deildarstjóra starfsfólk á saumastofu og töframenn.
Deildarstjóri leikgervadeildar hefur umsjón með rekstri leikgervadeildar og sér um útfærslu og vinnu við hönnun leikgerva. Á leikgervardeild starfa auk deildarstjóra hárgreiðslumeistarar og hárkollugerðar- og förðunarmeistarar.