/
Kjallarinn

Klassabúllan í Kjallaranum

Sannkallaður suðupottur!

 

Undir Stóra sviðinu kraumar í suðupottinum og þegar lokið er tekið af spretta fram nautnaseggir, grínistar, stórsöngvarar, spunameistarar, dragdrottningar og öll þau sem vilja hlæja hátt. Í Kjallaranum er hver sýning ólík annarri og fjölbreytilegt listafólk tekur við keflinu á hverju kvöldi. Taktu drykkina með þér inn í sal og slepptu fram af þér beislinu í gleðinni.

Hér getur þú notið veitinga meðan á sýningu stendur.

Taumlaus skemmtun og einstök upplifun fyrir áhorfendur kvöld eftir kvöld! Spuni, uppistand, kabarett, drag, tónlist, gamanóperur, fjölmenningarveisla, leiksýningar, hádegisleikhús og alls konar fjör!

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími