06. Feb. 2019

Velkomin heim í Kassanum

María Thelma Smáradóttir segir sögu móður sinnar sem fæddist á hrísgrjónaakri í Taílandi

Einleikurinn Velkomin heim eftir Maríu Thelmu Smáradóttur, í leikstjórn Köru Hergils og Andreu Vilhjálmsdóttur, er nú sýndur í Kassanum og hefur fengið afar góðar viðtökur. Sýningin er sýnd í  samstarfi við leikhópinn Trigger Warning.

Í sýningunni tvinnar leikkonan María Thelma Smáradóttir saman sögu móður sinnar og sína eigin sögu, og fjallar um tvo ólíka menningarheima sem mætast, þann íslenska og þann tælenska.

Vala Rún fæddist á hrísgrjónaakri í Taílandi um miðja 20. öldina. Hún veit ekki hvenær hún á afmæli, bara að hún fæddist einhvern tímann á monsúntímabilinu. Hún kynntist aldrei föður sínum, missti móður sína sex ára og var meira og minna á eigin vegum eftir það. Árið 2019 stendur dóttir hennar á leiksviði í Þjóðleikhúsinu, fyrsta konan af asískum uppruna sem útskrifast af leikarabraut Listaháskóla Íslands.

Völu Rún fannst hún aldrei eiga heima neins staðar í Taílandi. Á Íslandi leið henni eins og hún væri komin heim, og þó þekkti hún hér engan fyrir og talaði ekki tungumálið. Hvað er það að eiga heima einhvers staðar? Hvað er heimaland?

 

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími