24. Feb. 2019

Opnar áheyrnarprufur fyrir leikara

Prufur fyrir menntaða leikara á Stóra sviði Þjóðleikhússins mánudaginn 4. mars

ATH. UMSÓKNARFRESTUR FYRIR LEIKARA TIL AÐ SKRÁ SIG ER RUNNINN ÚT

Þjóðleikhúsið býður upp á opnar áheyrnarprufur fyrir leikara vegna verkefna á leikárinu 2019-2020. Aðeins koma til greina einstaklingar með leikaramenntun.

Skráning fer fram á leikhusid@leikhusid.is, og skulu skráningar hafa borist fyrir lok dags 28. febrúar. Einnig er nauðsynlegt að fylla út skráningareyðublað hér .

Prufurnar fara fram á Stóra sviði Þjóðleikhússins mánudaginn 4. mars kl. 14-18. Hver einstaklingur fær 2 mínútur til að kynna sig, með eintali eða öðrum hætti.

Viðstaddir af hálfu Þjóðleikhússins verða þjóðleikhússtjóri, leiklistarráðunautur og leikstjórar hússins, auk leikstjóra og listrænna stjórnenda frá öðrum leikhúsum og aðila úr kvikmyndagerð.

 

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími