Undanþága frá framvísun hraðprófs
Heilbrigðisráðuneytið tilkynnti í gærkvöldi að undanþága væri veitt frá framvísun hraðprófs á menningarviðburðum nú um helgina, 13. og 14. nóvember. Ástæðan er sú að erfitt hefur reynst að komast að í hraðprófum fyrir og um helgina. Gestum verður því ekki vísað frá þó þeir hafi ekki hraðpróf meðferðis en eftir sem áður er hvatt til þess að gestir fari í hraðpróf ef mögulegt er. Þjóðleikhúsið leggur sem fyrr áherslu á öruggt sýningarhald og fylgir ítrustu fyrirmælum stjórnvalda. Við minnum á að grímuskylda er fyrir gesti sem fæddir eru 2006 og fyrr. Við hlökkum til að taka á móti gestum helgarinnar á sýningar á öllum sviðum leikhússins.
Verið velkomin í Þjóðleikhúsið.