21. Ágú. 2023

Tónlistin úr Draumaþjófnum til skóla – undirleikur og nótur

Nú hafa hafa um 800 grunnskólar, leikskólar, tónlistarskólar og dansskólar fengið sendan frá Þjóðleikhúsinu námsefnispakka, með efni tendu hinni vinsælu sýningu leikhússins á Grímuverðlaunasýningunni Draumaþjófnum.

 

Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson samdi fjölda bráðskemmtilegra nýrra laga fyrir Draumaþjófinn, sem hafa mörg hver orðið afar vinsæl. Skólunum gefst nú færi á að nýta þessa nýju íslensku barnatónlist í starfi sínu, en þeir fengu sendan undirleik og nótur úr Draumaþjófnum, auk þess sem tónlistin er aðgengileg á Spotify og söngtextarnir á vef Þjóðleikhússins.

Efnið var sent til menntastofnana sem sinna börnum á aldrinum 3-15 ára og hefur sendingunni verið tekið tveim höndum. M.a. vilja grunnskólar nýta efnið  í leiklistarvali, tónlistarskólar gleðjast yfir af fá brakandi ferskar nótur í byrjun árs og dansskólarnir hafa þakkað fyrir frábæra gjöf.

Sýningin Draumaþjófurinn var frumsýnd síðasta vor. Hún sló rækilega í gegn og verður áfram sýnd á komandi leikári. Sýningin var valin Barnasýning ársins bæði á Grímunni og á Sögum – Verðlaunahátíð barnanna.

Öllum er velkomið að nýta efnið. Smelltu hér fyrir neðan til að sækja;

Undirleikur og nótur.

Rafræn leikskrá. 

Lögin á Spotify.

“UM
Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími