04. Apr. 2023

Til hamingju með að vera mannleg

Til hamingju með að vera mannleg, eftir Sigríði Soffíu Níelsdóttur er nýtt íslenskt verk byggt á ljóðabók hennar sem hún skrifaði þegar hún gekk í gegnum krabbameinsmeðferð í heimsfaraldri. Verkið fjallar um þrautseigju, um andlegan styrk og um samfélag kvenna sem standa hver með annarri. Einnig um mikilvægi þess að treysta á aðra til að lifa af, um andlegt og líkamlegt þol og klisjurnar sem sanna sig aftur og aftur, eins og: „Það sem drepur þig ekki styrkir“. Og ekki síst um hvernig hægt er að sjá það fallega í erfiðustu aðstæðum.

 

Dagana 4. og 5. apríl, bjóðum við sérstakt tilboð á bókinni sem sýningin byggir á, og 2 miðum á sýninguna sjálfa á aðeins 14.900 kr.

Nýta tilboð

Frumsýning er 19. apríl.

Nánar

 

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími