Þitt eigið leikrit – frumsýning í dag!
Áhorfendur ráða atburðarásinni
Nýstárlegt leikrit fyrir börn verður frumsýnt í Kúlunni í dag, Þitt eigið leikrit – Goðsaga eftir Ævar Þór Benediktsson, en þar fá áhorfendur sjálfir að ráða atburðarásinni!
Söguheimurinn er norræna goðafræðin, full af hrikalegum hetjum og stórhættulegum skrímslum. Engar tvær sýningar verða eins, því áhorfendur kjósa um atburðaframvinduna! Muntu sigra Miðgarðsorminn eða gleypir hinn hræðilegi Fenrisúlfur þig? Ætlarðu að gerast barnapía fyrir Loka eða líst þér betur á að verja sjálfa Valhöll fyrir jötnum og hrímþursum?
Hér getur allt gerst!
Bækur Ævars Þórs Benediktssonar, þar sem lesandinn ræður því hvað gerist næst, hafa notið gífurlegra vinsælda meðal yngri lesenda.
Sýningin hentar sérstaklega vel börnum á aldrinum 6-12 ára.
Kíktu á leikskrána hér .