25. Sep. 2024

Textaðar og táknmálstúlkaðar sýningar framundan í Þjóðleikhúsinu

Þjóðleikhúsið leggur nú aukna áherslu á að mæta ólíkum þörfum leikhúsgesta. Á þessu leikári hefur verið bryddað upp á þeirri nýjung að texta 7. sýningu  allra verka á Stóra sviðinu, bæði á íslensku og ensku  Auk þess hafa vinsælar barnasýningar verið táknmálstúlkaðar og nú á laugardag, 28. september er komið að stórsöngleiknum Frosti. Það er túlkaþjónustan Hraðar hendur sem mun sjá um túlkunina líkt og áður. Ástbjörg Rut Jónsdóttir, táknmálstúlkur og sviðslistakona hefur um árabil starfað við að táknmálstúlka leiksýningar og tónlistarviðburði.

Miðvikudaginn 9. október verður ein vinsælasta og áhrifamesta sýning síðari ára, Orð gegn orði, sýnd með íslenskum og enskum texta þann á Stóra sviðinu. Hér býðst einstakt tækifæri til að njóta þessarar mikilvægu og mögnuðu leiksýningar m.a. fyrir fólk sem ekki talar íslensku eða er að læra hana, eða fólk sem býr við heyrnarskerðingu. Aðeins verður um þessa einu sýningu að ræða.

Nánar um Frost Nánar um Orð gegn orði
Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími