21. Ágú. 2018

Stefán Karl Stefánsson látinn

Stefáns Karls Stefánssonar leikara, sem lést í gær 43ja ára að aldri, er sárt saknað í Þjóðleikhúsinu, þar sem hann lék fjölmörg veigamikil hlutverk og veitti samstarfsfólki sínu innblástur í lífi og starfi. Við sendum fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur.

Stefán Karl var fastráðinn við Þjóðleikhúsið strax sama ár og hann útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands, árið 1999. Hann lék hér meðal annars titilhlutverkið í Cyrano frá Bergerac og í Gullna hliðinu, Draumi á Jónsmessunótt, Kirsuberjagarðinum, Syngjandi í rigningunni, Lífið þrisvar sinnum, Allir á svið, Spamalot og Í hjarta Hróa hattar.

Hann lék ásamt Hilmi Snæ Guðnasyni í tvíleiknum Með fulla vasa af grjóti árið 2000. Sýningin sló í gegn,  sýningar urðu alls 180 og yfir 40.000 manns sáu verkið. Þegar sýningin fór aftur á svið árið 2012 bættust tæplega 10.000 áhorfendur við. Sýningin fór fjalirnar að nýju haustið 2017, var sýnd tíu sinnum fyrir fullu húsi og lokasýningin var sýnd í beinni útsendingu í Sjónvarpinu.

Stefán Karl lék hér titilhlutverkið í Glanna glæp í Latabæ á sínum tíma, og fór síðan eftirminnilega með hlutverkið í fjölda sjónvarpsþátta og nýrri leiksýningu, Ævintýrum í Latabæ.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir úr sýningum sem Stefán Karl lék í í Þjóðleikhúsinu.

Með fulla vasa af grjóti (2012)

Með fulla vasa af grjóti (2000)

Grjot-4_1534939295077

Grjot-5

Cyrano de Bergerac

Studio-myndir-cyrano-20

Syngjandi í rigningunni

Mynd-fyrir-frettatilkynningu-syngjandi-i-rigningunni-

Lífið þrisvar sinnum

Lifid-thrisvar-sinnum-10_1534938189087

Spamalot

Spamalot-fridrik-og-stefan-karl

Í hjarta Hróa hattar

_mg_3003

Ævintýri í Latabæ

_c9q8222-copy

 

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími