22. Ágú. 2018

Leikárið er hafið

Líf og fjör í leikhúsinu

  • Setning leikarsins 2018

Í Þjóðleikhúsinu er allt á fullu við að að undirbúa fyrstu sýningar haustsins!
Fjörug tónlist dynur á Stóra sviðinu, þar sem verið er að renna í gegnum Stuðmannasöngleikinn Slá í gegn, áður en sýningar hefjast um helgina.
Strax eftir helgi fer Ronjuhópurinn á svið. Þau byrjuðu af krafti að æfa í vor, en Ronja ræningjadóttir verður frumsýnd 15. september.
Í æfingasalnum okkar úti í Dómhúsi er verið að æfa Samþykki, en það er vel við hæfi að þetta magnþrungna átakaverk, þar sem réttarkerfið kemur sannarlega við sögu, skuli æft í Dómhúsinu gamla.
Leikhópurinn Leiktónar hefur komið sér fyrir í Kúlunni, þar sem ákaflega spennandi leikmynd er yfirtaka rýmið. Frumsýning á Ég heiti Guðrún verður 5. október.
Þær Lolla og Anna Svava er líka byrjaðar að máta sig við sín bráðskemmtilegu hlutverk í Fly Me to the Moon, sem frumsýnt verður í Kassanum í lok september.
Og svo er verið að bralla ýmislegt og undirbúa fleiri sýningar af öllu tagi víða um leikhúsið, og hér ríkir mikil spenna og sköpunargleði!
Við hlökkum til að sjá þig í leikhúsinu í vetur!

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími