02. Okt. 2025

Skynvænt sýningarhald í Þjóðleikhúsinu!

Sunnudaginn 12. október kl. 15:00 verður skynvænt sýningarhald á blómunum á þakinu. 

Skynvænar sýningar eru einkum ætlaðar skynsegin einstaklingum og öðrum sem geta upplifað mikið skynrænt áreiti í leikhúsi.

Í tengslum við skynvænar sýningar er gefinn út sjónrænn sögðuþráður í hefti sem nálgast má rafrænt á heimasíðu leikhússins. Þar er sýningunni og skynáreiti sem hún getur vakið lýst. Gert er grein fyrir hvenær innan sýningarinnar má búast við skynrænu áreiti, svo sem óvæntum hljóðum eða ljósabreytingum, svo hver og einn geti metið hvort sýningin henti þeim og þeirra fólki og get gert ráðstafanir sem henta. Heftið verður einnig sent út rafrænt til allra þeirra sem bóka miða á skynvæna sýningu í Þjóðleikhúsinu.

Ljós í sal eru venjulega látin loga dauft og áhorfendur mega koma og fara úr sal eftir þörfum. Reglur inni í salnum eru slakari en á hefðbundnum sýningum. M.a. er ekki óheimilt að hreyfa sig eða gefa frá sér hljóð meðan á sýningu stendur og leikföng fyrir eirðarlausar hendur eru velkomin með í leikhúsið.

Auk þess er starfsfólk á staðnum til aðstoðar og þögult svæði verður í boði í framhúsi fyrir þau sem mögulega verða fyrir yfirþyrmandi skynáreiti meðan á sýningunni stendur.

Frekari upplýsingar hér:

Skynvænt sýningarhald Sjónrænn söguþráður
Opnunartími miðasölu yfir hátíðarnar
23.des 12:00 – 21:00
24.des 10:00-14:00
25.des LOKAÐ
26.des 16:00 – 19:00
27.des 12:00 – 19:00
28.des 12:00 – 19:00
29.des 14:00 – 18:00
30.des 14:00 – 19:00
31.des LOKAÐ
1.jan LOKAÐ

Miðasala á vefnum, leikhusid.is er opin allan sólarhringinn.

Við bendum á að spjallið á Fésbókarsíðu Þjóðleikhússins er opið eins og miðasala.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími