Söngleikurin Kabarett í Kjallaranum í mars
Leikhús ókunnuga fólksins, í samstarfi við Þjóðleikhúsið, sýnir söngleikinn Kabarett í mars næstkomandi. Söngleikurinn Kabarett er ódauðleg klassík sem fjallar á ögrandi hátt um samfélag á heljarþröm. Verkið býður okkur í tímaferðalag tæplega 100 ár aftur í tímann inn á stórfjörugan en afar kynlegan skemmtistað í Berlín. Í næturhúminu blómstra ástin, frelsið og listin en samtímis eykst ógn nasismans fyrir utan veggi klúbbsins dag frá degi. Sýningin fæst á djarfan og ærslafullan hátt við lævíst eðli illskunar og viðbrögð okkar við henni.

Leikhús ókunnuga fólksins er nýr hópur ungs listafólks með fjölbreyttan bakgrunn sem hefur ástríðu fyrir söngleikjaforminu og tekst hér á við hinn geysivinsæla söngleik Kabarett með nýstárlegum hætti. Ekki láta þig vanta á skemmtilegasta klúbb í heimi!
Leikstjóri er Bjartur Örn Bachmann!
Í aðalhlutverkum eru:
Almar Blær Sigurjónsson: Emmcee
Tómas Howser: Cliff Bradshaw
Una Ragnarsdóttir: Sally Bowles
Júlía Hannam: Frl. Schneider
Magnús Loftsson: Hr. Schultz
Stefán Þór Þorgeirsson: Ernst Ludwig
Sigríður Ásta Olgeirsdóttir: Frl. Kost
Í öðrum hlutverkum eru:
Anna Guðrún Tómasdóttir
Agnes Emma Sigurðardóttir
Alejandro Bencomo Rus
Argunnur Hinriksdóttir
Axel Pétur Ólafsson
Bjartey Elín Hauksdóttir
Halldór Ívar Stefánsson
Júlí Mjöll
Kanema Mashinkila
Margrét Björk Daðadóttir
Níels Thibaud Girerd
Ellen Margrét Bæhrenz
Bjartmar Þórðarson
Ester Auður Elíasdóttir
Diljá Sveinsdóttir
Sally Cowdin
Sumarliði V Snæland Ingimarsson
Tónlist: John Kander. Þýðing: Karl Ágúst Úlfsson. Aðstoðarleikstjórn: Arndís María Ólafsdóttir. Dramatúrgía: Níels Thibaud Girerd. Sviðshreyfingar: Júlía Kolbrún Sigurðardóttir. Dans: Sally Cowdin. Tónlistarstjórn: Fannar Sigurðsson og Þorsteinn Jónsson. Búningar: Hulda Kristín Hauksdóttir. Leikgervi: Kristjana Rós Sigurðardóttir. Leikmynd og leikmunir: Bryndís Magnúsdóttir og Melanie Ubaldo. Lýsing: Jóhann Friðrik Ágústsson. Hljóðhönnun: Þórður Gunnar Þorvaldsson. Í samstarfi við Leikhús ókunnuga fólksins.
Myndir frá fyrsta samlestri!

