Siggi Sigurjóns sjötugur

Siggi hefur fyrir löngu leikið sig inn í hjarta íslensku þjóðarinnar og það væri allt of langt mál að fara að telja upp afrek hans af sviðinu, í kvikmyndum eða í sjónvarpi.
En fyrir áhugasama er hér örlítil samntekt!
Æviágrip í leikhúsinu
Þessi einstaki leikari sem á svo auðvelt með að kitla hláturtaugarnar og ekki síður að spila á viðkvæma strengi í dramatískum hlutverkum, hefur skipað sér sess sem einn af okkar bestu leikurum og er nánast orðinn þjóðargersemi. Sigurður fékk Grímuverðlaun fyrr í vor fyrir leik sinn í verkinu HEIM sem var sýnt í Kassanum og var sannarlega frábær í þeirri rullu.
Siggi hefur líka gert það gott í hlutverki leikstjórans. Hér í Þjóðleikhúsinu leikstýrði Sigurður Hafinu, Gamansama harmleiknum, Manni í mislitum sokkum, Glanna glæp, Dýrunum í Hálsaskógi og Sitji Guðs englar en hefur komið víðar við á þeim vettvangi.
Siggi er síður en svo að fara að setjast í helgan stein. Hann verður í fullu fjöri í Þjóðleikhúsinu næsta vetur. Heldur áfram að gera það gott í gamanleiknum Eltum veðrið auk þess sem hann verður með gömlum félögum í einstaklega spennandi stykki en meira um það síðar.
Hjartanlega til hamingju með árin 70 okkar eini sanni Siggi Sigurjóns.