07. Mar. 2024

Rimas Tuminas er látinn

Hinn rómaði leikstjóri Rimas Tuminas er látinn sjötítu og tveggja ára að aldri. Rimas setti upp fimm sýningar í Þjóðleikhúsinu sem vöktu mikla hrifningu og höfðu afgerandi áhrif á íslenskt leikhúslíf. Þjóðleikhúsið sendir fjölskyldu hans og vinum samúðarkveðjur, með þakklæti fyrir framlag hans til íslensks leikhúslífs.

Fimmtudaginn 14. mars verður haldin minningarstund um Rimas á Kristalsal Þjóðleikhússins. Þau sem störfuðu með Rimasi að uppsetningum hans hér á landi eru hvött til að koma, þiggja kaffi og léttar veitingar. Boðið verður upp á stutta dagskrá.

Sýningarnar Rimasar sem settar voru upp í Þjóðleikhúsinu voru Mávurinn (1993), Don Juan (1995), Þrjár systur (1997),  Kirsuberjagarðurinn (2000) og Ríkharður III (2003). Sýningar Rimasar og samstarf hans og félaga hans frá Litháen við íslenskt leikhúslistafólk höfðu mikil og örvandi áhrif á íslenskt leikhúslíf.

Opnunartími miðasölu yfir hátíðarnar
23.des 12:00 – 21:00
24.des 10:00-14:00
25.des LOKAÐ
26.des 16:00 – 19:00
27.des 12:00 – 19:00
28.des 12:00 – 19:00
29.des 14:00 – 18:00
30.des 14:00 – 19:00
31.des LOKAÐ
1.jan LOKAÐ

Miðasala á vefnum, leikhusid.is er opin allan sólarhringinn.

Við bendum á að spjallið á Fésbókarsíðu Þjóðleikhússins er opið eins og miðasala.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími