08. Okt. 2019

Pörupiltar með kynfræðslu í Kjallaranum

Nemendum í 9. bekkjum grunnskóla boðið í leikhús

Þessa dagana streymar unglingar í Þjóðleikhúsið til að hljóta kynfræðslu hjá hinum knáu Pörupiltum.

Nemendum í 9. bekkjum grunnskóla er boðið að koma í leikhúsið ásamt kennurum sínum, hlæja og hafa gaman og um leið vonandi að fræðast um þetta eldfima en skemmtilega efni. Undanfarin fimm ár hefur sýningin lagst mjög vel í áhorfendur og hafa nemendur og kennarar verið á einu máli um að hún hafi verið í senn fyndin og fróðleg.

Pörupiltar eru þrjár leikkonur sem klæða sig upp í karlmannsgervi og slógu í gegn með uppstandið Homo Erectus í Þjóðleikhúskjallaranum fyrir nokkurm árum, þar sem þeir fjölluðu um samskipti kynjanna og náðu vel til þeirra ungmenna sem komu á sýninguna. Nú hjálpa þær unglingunum að feta sig á hálum vegi kynlífsins og gera það með húmor og gleði.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími