06. Okt. 2019

Námskeið Endurmenntunar um Atómstöðina

Námskeiðið hefst annað kvöld

Í tengslum við sýningu Þjóðleikhússins á Atómstöðinni – endurliti, leiksýningu byggðri á skáldsögu eftir Halldór Laxness mun EHÍ efna til námskeiðs um verkið og uppsetninguna, í samvinnu við leikhúsið. Í þessari leiksýningu skoðar ný kynslóð leikhúslistafólks verkið í sögulegu samhengi og skapar krassandi og ögrandi sýningu, fulla af húmor.

Skráning og upplýsingar um námskeiðið hér.

 

Skáldsaga Nóbelskáldsins Halldórs Laxness, Atómstöðin, var afar umdeild þegar hún kom út árið 1948, enda fjallaði hún um mikið hitamál í íslensku samfélagi, herstöðvarmálið, sem snerist um „sölu landsins” eða „þátttöku þjóðarinnar í vestrænu varnarsamstarfi”, eftir því hvar fólk skipaði sér í fylkingar. Verkið er þó ekki síður ástarsaga Uglu, bóndadóttur að norðan sem kemur til Reykjavíkur til að læra á orgel, og Búa Árlands, þingmanns og heildsala.

Atómstöðin – endurlit er nýtt leikverk eftir Halldór Laxness Halldórsson, unnið í samvinnu við Unu Þorleifsdóttur leikstjóra, þar sem þau nálgast skáldsögu Halldórs Laxness á ferskan og óvæntan hátt. Brugðið er nýju ljósi á umrót eftirstríðsáranna þar sem þjóð í litlu landi, mitt á milli Washington og Moskvu, stóð frammi fyrir stórum spurningum um framtíð sína. Í brennidepli í verkinu eru þjóðernisvitund og sjálfsmynd, tengsl litlu eyþjóðarinnar við umheiminn og hin eilífu átök auðstéttar og alþýðu.
Á námskeiðinu mun Haukur Ingvarsson fjalla um skáldsögu Laxness Atómstöðina. Halldór Laxness Halldórsson og Una Þorleifsdóttir munu kynna aðferðir sínar og nálgun við verkið. Áhorfendur koma í heimsókn á æfingu í Þjóðleikhúsinu og taka þátt í umræðum undir stjórn Grétu Kristínar Ómarsdóttur. Þeir sjá forsýningu í Þjóðleikhúsinu og taka þátt í stuttum umræðum með þátttöku listamanna á eftir.

Miði á forsýningu er innifalinn í námskeiðsgjaldi.

Dagskrá námskeiðsins
Þriðjudagskvöldið 8. október kl.19:30 – 21:30.
Haukur Ingvarsson fjallar um skáldsögu Laxness, Atómstöðina í Endurmenntun HÍ.

Þriðjudagskvöldið 15. október kl. 19:30 – 21:30.
Halldór Laxness Halldórsson leikgerðarhöfundur og Gréta Kristín Ómarsdóttir dramatúrg kynna hugmyndir að handriti og sýningu.

Þriðjudagskvöldið 22. október kl. 19:30 – 21:30.
Heimsókn á æfingu í Þjóðleikhúsinu og umræður. Una Þorleifsdóttir leikstjóri kynnir nálgun sína við verkið.

Fimmtudagskvöldið 31. október kl. 19:30.
Forsýning í Þjóðleikhúsinu og stuttar umræður með þátttöku listamanna á eftir.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími